Eldra efni

Nafn:

Kvennakórinn Ymur

Staðsetning:

Akranes

Tenglar

Færslur: 2010 Desember

07.12.2010 15:54

Vel heppnaðir jólatónleikar Yms


Kvennakórinn Ymur er meðal fjölmargra sem lagt hafa Mæðrastyrksnefnd Vesturlands lið að undanförnu. Kórinn hélt jólatónleika í Tónbergi sl. föstudag fyrir nær fullu húsi. Var stemningin góð á tónleikunum, en á dagskránni voru jólalög af ýmsum toga sem kórinn söng ýmist með eða án undirleiks. Undirleikarar voru Valgerður Andrésdóttir, Viðar Guðmundsson, Ólafur Pétur Pétursson og Elva Björk Magnúsdóttir. Gestir kórsins tóku svo lagið inn á milli. Gestirnir voru flestir bornir og barnfæddir Akurnesingar og vildi kórinn með því sýna nokkra af því hæfileikafólki í söng sem að Akranes hefur alið af sér. Gestirnir voru Ingibjörg Ólafsdóttir, Laufey Geirsdóttir, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, Rósa Guðrún Sveinsdóttir, Rakel Pálsdóttir, Steinunn Inga Guðmundsdóttir og Einar Örn Finnsson.  Mörg fyrirtæki á Akranesi og nágrenni styrktu kórinn og vilja konurnar í Ym færa þeim innilegar þakkir.

"Með stuðningi þessara fyrirtækja gat kórinn látið allan ágóða af miðasölu renna óskiptan til Mæðrastyrksnefndar og veitti Aníta B Gunnarsdóttir formaður nefndarinnar styrknum viðtöku. Alls söfnuðust 186 þúsund krónur. Umgjörð tónleikanna var hin fallegasta en Sigríður Elliðadóttir kórstjóri og Elínborg Halldórsdóttir sáu um að glæða sviðið jólasvip. Kvennakórinn Ymur óskar öllum Akurnesingum nær og fjær gleðilegra jóla," segir í tilkynningu vegna tónleikanna.

  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 30
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 95018
Samtals gestir: 16721
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 13:42:28
##sidebar_two##