Færslur: 2007 Október

22.10.2007 17:04

Kaffihúsakvöld 7. nóvember

Ymskonur ætla að standa fyrir kaffihúsakvöldi í Vinaminni þann 7. nóvember næstkomandi.

Kaffihúsakvöldin hafa verið árlegur viðburður í starfsemi kórsins og hafa mælst mjög svo vel fyrir.
Auk þess að hafa fagra söngrödd er hver ein og einasta okkar afar liðtæk þegar kemur að bakstri og kökuskreytingum og eru afurðirnar svo mikilfenglegar að unun er á að líta. Gegn hóflegu gjaldi fá gestir kaffihúsakvöldsins að hlýða á fagra tóna okkar um leið og þeir gæða sér á kaffi og veitingum af glæsilegu kökuhlaðborði kórkvenna í notalegu umhverfi.


Lagalisti kaffihúsakvöldsins er:

Pokarekare Ana

Swing Low
Deep River

Shenandoah
An Irish Blessing

The lark in The Clear Air
Flow Gently

Móðir mín í kví, kví
Vísur Vatnsenda-Rósu


Kæru kórkonur, smyrjið hrærivélina, brýnið tertuspaðana og hafið nóturnar tilbúnar, því þetta kvöld verður eitt það allra skemmtilegasta í haust!
  • 1
Flettingar í dag: 41
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 11
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 150304
Samtals gestir: 42654
Tölur uppfærðar: 4.12.2021 05:17:56
##sidebar_two##