Færslur: 2007 Nóvember

07.11.2007 23:31

Frábært kvöld!


Að afloknu kaffihúsakvöldi Kvennakórsins Yms á sú sem þetta ritar afskaplega erfitt með að sitja kyrr og einbeita sér að skriftum. Ástæðan? Jú, í fyrsta lagi er hún svo uppfull af orku og innri sönggleði eftir þetta frábæra kvöld að það er engu lagi líkt. Í öðru lagi örlar á sykurvímu eftir allar þær guðdómlegu kræsingar sem á borð voru bornar í kvöld

Í lok kvölds var það mál kvenna að þessir tónleikar hefðu verið meðal þeirra allra best heppnuðu í sögu kórsins. Sömu sögu höfðu tónleikagestir að segja, við hljómuðum afspyrnu vel (þótt ritari segi sjálf frá...)

Ekki sátum við Ymskonur þó einar að sviðinu í kvöld því auk okkar tóku lagið trúbadorarnir Héðinn R. Jónsson, Krissi og ísbjörninn og Geir Harðarson ásamt Magnúsi Magnússyni. Einnig tók hljómsveitin Ferlegheit nokkur lög. Stóðu þessir herramenn sig allir með stakri prýði og kunnum við þeim kærar þakkir fyrir!

Kæru söngsystur, bestu þakkir fyrir yndislegt kvöld.

04.11.2007 22:16

Æfing og tónleikar framundan

Kæru söngsystur.

Munið að næsta þriðjudag hefst æfingin stundvíslega kl. 19:30.

Mæting í Vinaminni á miðvikudaginn kl. 18:00 vegna tónleikanna.

Sjáumst hressar!

  • 1
Flettingar í dag: 15
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 11
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 150278
Samtals gestir: 42654
Tölur uppfærðar: 4.12.2021 03:59:25
##sidebar_two##