Spurt og svarað

Hvar eru æfingarnar haldnar?
Æfingar eru haldnar í húsi Tónlistarskólans á Akranesi

Hvenær eru æfingar?
Við æfum á þriðjudagskvöldum kl. 19:30

Hvernig kemst ég í kórinn?
Nýir meðlimir eru yfirleitt teknir inn í september og í janúar og þá reynum við að auglýsa eftir nýjum meðlimum og látum það berast að það vanti fleiri raddir í hópinn. Hafðu samband við Siggu kórstjóra í síma 8451819 eða Jónu formann í síma 894 6965 til að fá nánari upplýsingar eða ef þú vilt vera með.

Hvers vegna ætti ég að fara í kvennakór?
Af því það er allt svo hrikalega skemmtilegt við það. Það er fátt betra en að syngja af öllu hjarta í góðum hópi hressra kvenna. Maður hreinlega fyllist af orku og gleði eftir eitt slíkt kvöld. Svo er alltaf gaman að taka þátt í tónleikum, við ferðumst bæði innanlands og erlendis, við hittumst öðru hverju og gerum okkur glaðan dag (eða glatt kvöld...) og svo ótal margt fleira.

Hvenær eru tónleikar hjá ykkur?
Við auglýsum alla tónleika sérstaklega svo það er um að gera að fylgjast með hér á síðunni og í öllum betri fjölmiðlum landsins. Við höldum árlega vortónleika, kaffihúsakvöld og syngjum á Sjóstangveiðimótinu á Akranesi. Jólatónleikar eru a.m.k annað hvert ár. Að auki eigum við það til að slá tvær flugur í einu höggi og halda tónleika ásamt öðrum kórum.

Ég vil bóka ykkur á tónleika/skemmtun, hvernig ber ég mig að?
Nú, það er hægt að senda okkur póst á ymurkvenna@gmail.com  og hafa samband við Hrafnhildi formann  eða Siggu kórstjóra í síma 8451819.

Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 81
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 96907
Samtals gestir: 17036
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 17:05:39
##sidebar_two##