Eldra efni

Nafn:

Kvennakórinn Ymur

Staðsetning:

Akranes

Tenglar

20.01.2009 15:29

Lagalisti

Jæja þá, nýtt ár hafið og því fylgir í þetta sinn nýr lagalisti.

Lagalisti vor 2009

 

 

1)            Hljómasyrpa
2)            Tondeleyó
3)            Dagný
4)            Við eigum samleið
5)            Hvítir mávar (aukalag)
6)            Afmælisdiktur
7)            Dalvísa (Fífilbrekka gróin grund)
8)            Sofðu unga ástin mín
9)            Veröld fláa
10)          Lysthúskvæði
11)          Vinaspegill
12)          Ástarraunir
13)          Einn guð í hæðinni
14)          Sköpun og fæðing, skírn og prýði
15)          Rura, rura barni
16)          Ég á það heima sem aldrei gleymist
17)          Sjá dagar koma
18) og 19)  Lög með "Lítið eitt"

Sjáumst í kvöld :)

27.11.2008 14:15

Jólastúss



Jólalagalisti 2008emoticon

  1. Ave maria Kaldalóns
  2. Það aldin út er sprungið
  3. Í dag er glatt í döprum hjörtum
  4. Hátíð í bæ
  5. Það á að gefa börnum brauð
  6. A merry christmas
  7. White christmas
  8. Jingle bells
  9. God rest you merry gentlemen

Að auki 4 lög með Grundartangakórnum:

  1. Englakór frá himnahöll
  2. Syng barnahjörð
  3. Á jólum
  4. Eigi stjörnum ofar

Planið næstu daga:

  • Í kvöld kl. 20:00 er aukaæfing fyrir neðri raddir (allur altinn og 2. sópran).
  • Næsta þriðjudag 2. des er æfing kl. 19:30 með Grundartangakórnum.
  • Laugardaginn 6. des eru tónleikar með Mánakórnum í Fríkirkjunni kl. 15:00. Við förum með rútu, ekki alveg ákveðið hvenær það verður en líklega um 12-leytið.
  • Þriðjudaginn 9. des eru tónleikarnir með Grundartangakórnum í Tónbergi kl. 20:00
  • Föstudaginn 12. des syngjum við nokkur lög fyrir Lions (líklega um 8-leytið)
  • Eftir 12. des lítur barasta allt út fyrir að við komumst í jólafrí fram á nýár emoticon

26.10.2008 13:18

Aukaæfing!

Munið aukaæfinguna í kvöld kl. 19:00.
Tónleikarnir verða næstkomandi fimmtudagskvöld kl. 20:00 í Skrúðgarðinum.


21.10.2008 10:42

Lagalisti haust 2008

Hér kemur lagalistinn eins og laganefnd hefur sett hann upp. Endilega rennið yfir möppurnar og prentið út þær nótur sem ykkur vantar. Sjáumst í kvöld!

  1. Hættu að gráta hringaná
  2. Góð börn og vond
  3. Lysthúskvæði
  4. Sofðu unga ástin mín
  5. Heyr himnasmiður
  6. Ave maria, gratia plena
  7. An Irish blessing
  8. The lark in the clear air
  9. Flow gently
  10. Swing low
  11. Deep river
  12. Allt under himmelens feste
  13. Kur tu biji
  14. Í blíðu og stríðu
  15. Vorið kom
  16. Dagný
  17. Tondeleyó

 

16.10.2008 16:20

Skorradalsferð

   
 Þórdís og Íris í berjamó  Hluti hópsins við Haga

Jæja þá.
Haustið fer vel af stað hjá okkur, góð fjölgun í hópnum og stemningin eins og best verður á kosið.

Skorradalsferðin um síðustu helgi var mjög vel heppnuð og þjappaði hópnum vel saman. Á ekki bara að stefna að því að hafa svona ferð a.m.k. árlega? Myndir og myndbönd úr ferðinni komnar á sinn stað. Að auki eru uppskriftir að morgunverðinum hennar Ellu komnar inn á síðuna "skrár".

Næst á dagskrá hjá okkur er æfingadagur (annað hvort 25. eða 26. október), tónleikar á Vökudögum 30. október kl. 20:00 og jólatónleikar með Grundartangakórnum 4. desember.

28.08.2008 13:46

Þórhildur Nótt

Styrktartónleikar fyrir Þórhildi Nótt

 

Næstkomandi föstudagskvöld, 29. ágúst, fara fram styrktartónleikar á Café Skrúðgarði á Akranesi. Fyrir tónleikunum stendur hópur vina lítillar stúlku, Þórhildar Nætur Mýrdal sem fæddist 21. apríl 2008. Tveggja mánaða gömul greindist hún með SMA (Spinal Muscular Atrophy) sem er ólæknandi vöðvahrörnunarsjúkdómur. Á sinni stuttu ævi hefur hún heillað vini, vandamenn og ókunnuga með fallegu brosi og krafti. "Nú langar okkur fólkinu sem heillumst svo af Þórhildi Nótt að standa við bakið á fjölskyldu hennar með styrktartónleikum," segir í tilkynningu frá þeim.

 

Á tónleikunum, sem hefjast klukkan 20 koma fram:

Siggi Picasso og Eddi Lár

Héðinn og Maggi

Maggi, Svanberg og Gísli Gunnsteins

Þorleifur og Þórunn Örnólfsbörn og Dísa 

Dalla og Nína

Miðaverð á tónleikana er 2000 krónur og rennur óskert til fjölskyldu Þórhildar.

 

Styrktarreikningur hennar er: 1110-05-250052 og kt. 120856-7589.

12.06.2008 10:48

Við erum komnar heim!

Eftir ótrúlega vel heppnaða Hollandsferð eru 25 ferðalangar loks komnir heim á ný.
Ferðasagan er væntanleg (svona þegar búið verður að tæma þvottakörfuna og koma garðinum í samt lag).

Þangað til: kærar þakkir elskurnar mínar fyrir þá skemmtilegustu hópferð sem ég hef farið í , Holland mun seint jafna sig á brottför okkar


25.05.2008 01:44

Deventer

Jæja söngsystur.

Það er nú að styttast í ferðina okkar og því aldeilis að færast yfir mann tilhlökkun. Mig langaði svo að vita hvert við værum eiginlega að fara og því fékk ég Google til lags við mig og eftir víðfeðma
leit hefur eftirfarandi komið í ljós:

Borgin Deventer virðist vera hin merkilegasta borg og falleg að auki af myndum að dæma. Hún er staðsett í héraðinu Overijssel við ána Ijssel. Íbúar eru 97.000. Frá Deventer er klukkutíma lestarferð til Amsterdam.

Deventer er ein elsta borg Hollands.

Borgin var víst rænd og brennd af VÍKINGUM árið 882. Hún var strax endurbyggð og varnarveggur reistur um borgina. Á götunni Stenen Wal er búið að grafa upp og endurgera hluta veggjarins.

Tveir þriðju borgarinnar eyðilögðust í bruna árið 1334.

Deventer var mikilvæg á miðöldum vegna legu borgarinnar. Stór skip gátu siglt upp ána Ijssel og komist til hafnar. Borgin var í sambandi Hansakaupmanna. (og við könnumst nú aðeins við þá er það ekki??)

Brink  er Akratorg Deventerbúa....eða meira svona eins og Austurvöllur kannski? Byggingar þar eru frá 1550 til 1900. Þar er mikið mannlíf, næturlífið er líflegt, markaður á föstudögum og laugardögum. Þar er einnig að finna bakaríið Bussink "Koekhuisje", þar sem hægt er að kaupa hina frægu hunangsköku Deventer-búa sem enginn má víst missa af.

Við Brink torgið er The Waag (Weighing-house) byggt árið 1550, er í dag byggðasafn Deventer. Utan á húsinu hangir 500 ára gamall suðupottur sem notaður var til að taka af lífi peningafalsara á miðöldum... áhugavert? Ég held nú það!

 

 

Lebuïnuskerk (Kirkja heilags Lebuins), sérstaklega fallega málað loft, og hægt að fara upp í turninn á sumrin þaðan sem er gott 360° útsýni yfir borgina.

 

 


 

Bergkerk er miðaldarkirkja staðsett uppi á lítilli hæð. Er nú nýlistasafn. Í kring eru fallegar gamlar götur í hverfi sem ber heitið Bergkwartier.

 

 

 

Mælt er með notalegum göngutúrum meðfram ánni Ijssel, eða siglingu á henni.Hægt er að fara á báti yfir ána, þar er að finna garð sem heitir Het Worpplantsoen og einnig gamla vindmyllu, De Bolwerksmolen.

"Deventer Summer Fun Fair" er árleg hátið, haldin fyrstu vikuna í júní. Þessi hátíð stendur yfir þegar við mætum á svæðið og lýkur henni á sunnudagskvöldið með flugeldasýningu og öðrum herlegheitum.

Fótboltalið Deventer heitir Go Ahead Eagles og nú verður gerð grein fyrir afrekum þeirra. Nei bara grín!

Hér er hægt að skoða vídeó af Deventer.

Hér eru nokkrar gagnlegar slóðir:
http://www.vvvdeventer.nl/engels/
http://www.reindervrielink.nl/English/Deventer.htm
http://en.wikipedia.org/wiki/Deventer

 

25.03.2008 16:48

Æfing fellur niður í kvöld

Æfing fellur niður í kvöld!
Æfum í staðinn annað kvöld (miðvikudag) kl. 20:00.

23.03.2008 01:32

Æfingadagur og flóamarkaður í apríl!

Jæja kæru söngsystur.

Óskaplega hefur verið dauft yfir þessari síðu undanfarið en það horfir nú allt til betri vegar.

Kökubasarinn sl. miðvikudag gekk vonum framar og við getum verið mjög sáttar við afrakstur þess dags (þótt við náum ekki endilega þangað sem krakkagrislingarnir hennar Nínu hafa hælana!). Þrátt fyrir smávegis páskaliljusamkeppni á svæðinu kláruðust allar tertur upp úr kl. 17:00 og þá var lítið annað að gera í stöðunni en að pakka saman og fara. Við hefðum eflaust getað verið með helmingi fleiri tertur

Framundan er æfingadagur laugardaginn 5. apríl. Búið er að bóka sal og við mætum þangað hýrar á brún og brá með nótur, kræsingar og hverjar þær guðaveigar sem hugur okkar girnist. Hver veit nema Pauline mæti með Karaoke-græjurnar frægu, þannig að þær sem gerðu garðinn frægan á kerlingakvöldinu í fyrra geti rifjað upp taktana sem seint munu líða okkur hinum úr minni. (Ertu ekki komin með neitt með Sálinni Pauline??)

Svo er best að geta þess tímanlega að í lok apríl verður kórinn með bás á Markaðsdeginum á Safnasvæðinu. Þar verður flóamarkaðsstemning til fjáröflunar. Heyrst hefur að sumar kórkonur séu þegar komnar hálfar inn í geymslu hjá sér og reyta þaðan út gamla kjóla, matarstell og skópör í gríð og erg. Við hinar ættum að taka þær okkur til fyrirmyndar .

Gleðilega páska allar saman og sjáumst heilar, súkkulaðiþrútnar og tímanlega á þriðjudaginn

19.02.2008 09:44

Aðalfundur

Munið aðalfundinn í kvöld.
Æfing hefst eins og venjulega kl. 20:00 og verður fundurinn settur kl. 21:00.

Sjáumst hressar!

14.01.2008 08:14

Æfingar eftir jólin

Jæja stelpur.

Þá hefjast æfingar að nýju eftir langt og strangt jólafrí.
Við sjáumst annað kvöld, þriðjudaginn 15. janúar kl. 20 í Tónlistarskólanum við Dalbraut.

Nýjar söngkonur velkomnar

07.12.2007 19:14

Jólalögin

Á síðustu æfingu var jólalögunum raðað upp á afar hljómþýðan hátt sem ekki ætti að hafa farið fram hjá neinum.
Til að taka af allan vafa kemur hér lagalistinn svo allar verði örugglega búnar að raða í möppur fyrir næstu æfingu:

 
  1. Jólasveinar ganga um gólf
  2. Jólanótt (franskt)
  3. Jólatréð
  4. Nóttin var sú ágæt ein
  5. Jól, jól, skínandi skær
  6. Ó, jesúbarn blítt
  7. Boðskapur Lúkasar
  8. María í skóginum
  9. Yfir fannhvíta jörð
  10. Litli trommuleikarinn
  11. Jólanótt (frá Salzburg)
  12. Ó, jesúbarn
 

Að öllum líkindum verður næsta æfing sú síðasta fyrir jól.
Munið svo að við syngjum á dvalarheimilinu Höfða laugardaginn 15. desember. Mæting kl. 14:15
Á sunnudaginn syngjum við svo upp á Safnasvæði kl. 15:30 og vonandi í Skrúðgarðinum í beinu framhaldi af því.
Flettingar í dag: 52
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 71
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 179599
Samtals gestir: 30732
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 13:33:47
##sidebar_two##