Eldra efni

Nafn:

Kvennakórinn Ymur

Staðsetning:

Akranes

Tenglar

Færslur: 2010 Apríl

17.04.2010 15:49

Nóturnar sem vantaði komnar inn


Jæja, þá eiga allar nótur að vera inni á skráarsvæðinu nú þegar ég er búin að setja "Megi gæfan þig geyma" og "Sumar er í sveitum" þangað inn.

Lögin eru náttúrulega ekki öll í einni möppu, og þá gildir bara að gramsa (eins og maður gerir í góðri nótnabókabúð)

15.04.2010 16:44

Æfingardagur er á laugardaginn!

Í ljós hefur komið örlítill dagaruglingur emoticon

Æfingadagurinn verður svo sannarlega á laugardaginn eins og upphafleg plön gerðu ráð fyrir, en ekki á sunnudaginn. Mæting s.s.klukkan 11, laugardaginn 17. apríl.
 
Vonandi hafið þið til öryggis tekið barasta alla liðlanga helgina frá vegna svona skemmtilegra tilfærslna. Sjáumst þá  emoticon

14.04.2010 18:00

Æfingadagur - nýr tími

Sælar.

Á æfingu í gær var ákveðið að hafa æfingadaginn frekar á sunnudaginn en laugardaginn. Þannig að mæting er kl. 11 sunnudagsmorguninn 18. apríl á venjulegum stað (nema annað verði tekið fram).

Aðrar breytingar: búið er að taka "Memory" af lagalista. Í staðinn kemur "Heim (ég á það heima sem aldrei gleymist)", "Sumar er í sveitum", og  dásamlega falleg írsk bæn sem við fengum í gær og heitir "Megi gæfan þig geyma".

Heim er á skráarsvæðinu. Nótur að Sumar er í sveitum og Megi gæfan þig geyma verða komnar þangað á morgun.

Sjáumst á sunnudaginn ferskar og söngglaðar emoticon

09.04.2010 23:13

Mikilvægar dagsetningar

Yndislegu söngsystur!

Munið að taka frá eftirfarandi daga:

17. apríl - æfingadagur
30. apríl - undirbúningur í sal fyrir 1. maí
1. maí - söngur og kaffiumsjón (best að byrja að baka sem fyrst, þetta verða nokkrar sortir á mann!!)
12. maí - Tónleikar með Fjallabræðrum í Saurbæjarkirkju (gera má ráð fyrir einni æfingu í Saurbæ, og einni æfingu með Fjallabræðrum)
 

Raddæfingar:
13. apríl - 2. sópran og 1. alt mætir kl. 19:15
20. apríl - 1. sópran og 2. alt mætir kl. 19:15

Svo er það auðvitað kóramótið: 6th Nordic-Baltic Choral Festival í Reykjaík  dagana 17. til 22. ágúst

07.04.2010 18:09

Tónleikar og fleiria - vor 2010

Jæja, þá eru línurnar að skýrast fyrir vorið hjá Kvennakórnum Ym.

Þann 1. maí munum við syngja á hátíðardagskrá í Verkalýðssalnum Kirkjubraut 40. Einnig munum við sjá um kaffihlaðborðið þann dag og munum að sjálfsögðu slá upp dýrindis tertuhlaðborði eins og við eigum vanda til. Það er vert að benda á að aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis og um að gera að skella sér í samstöðukaffi hjá stéttarfélögunum þennan hátíðardag og njóta skemmtiatriðanna og kaffimeðlætisins.

Ákveðið hefur verið að halda tónleika með Fjallabræðrum þann 12. maí næstkomandi. Tónleikarnir verða haldnir í Saurbæjarkirkju, Hvalfjarðarströnd. Nánari tímasetning verður auglýst síðar.

Við erum með skemmtilegt prógram þessa önnina, óvenjulega blöndu af amerískum dægurlögum/söngleikjalögum og  hátíðlegri tónlist (sem mun hljóma dýrðlega í Saurbæjarkirkju).

Auðvitað er vonast eftir því að sem flestir taki þátt í þessu með okkur, enda fátt dásamlegra en að hlusta á Yms-konur á tónleikum emoticon
  • 1
Flettingar í dag: 63
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 34
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 100863
Samtals gestir: 18292
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 06:28:02
##sidebar_two##