Um okkur

Kvennakórinn Ymur

 

 

      Kvennakórinn Ymur kemur frá Akranesi og var stofnaður 31.janúar árið 1995 og hefur starfað óslitið síðan. Þrír stjórnendur hafa fylgt kórnum frá upphafi. Dóra Líndal Hjartardóttir stjórnaði kórnum fyrstu 7 árin. Í júlí 2001 tók Elfa Margrét Ingvadóttir við og starfaði í 4 ár. Sigríður Elliðadóttir hefur svo stjórnað kórnum síðustu árin.

Ymur heldur venjulega tvenna tónleika á ári, ýmist heima eða að heiman. Kórinn hefur sex sinnum farið á Landsmót Kvennakóra, í Reykholt, Keflavík, Hafnarfjörð, Selfoss, Akureyri og Ísafjörð. Kórinn hefur einnig farið á Norrænt Kvennakóramót sem haldið var í Reykjavík árið 2000.

Ymur hefur lagt land undir fót og brá sér til Færeyja 1997, til Póllands 2001 með viðkomu í Kaupmannahöfn og svo til Skotlands í ágúst 2004 þar sem meðal annars var sungið í Urquhartkastala á heimaslóðum Loch Ness skrímslisins. Einnig brugðu Ymskonur sér til borgarinnar Deventer í Hollandi vorið 2008 í tónleikaferð. Árið 2016 tók kórinn þátt í viðburðum í Mílanó á Ítalíu og 2019 fór hann til Írlands en þar fór fram kórahátíð. Árið 2005 gaf kórinn út geisladisk sem bar nafnið Ymur og var tekinn upp í Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd. Á disknum er að finna íslensk þjóðlög ásamt gospel lögum ofl.

Stjórn kórsins skipa Hrafnhildur Skúladóttir formaður, Kristín Anna Þórðardóttir gjaldkeri, Svala Konráðsdóttir ritari, Guðrún Einarsdóttir meðstjórnandi, Eyrún Einarsdóttir meðstjórnandi, varamenn Hallbera Jóhannesdóttir og Kristjana Halldórsdóttir

Flettingar í dag: 248
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 34
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 101048
Samtals gestir: 18304
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 09:58:42
##sidebar_two##