Eldra efni

Nafn:

Kvennakórinn Ymur

Staðsetning:

Akranes

Tenglar

14.01.2013 21:27

Nýtt ár

Nú er að hefjast kórstarf á nýju ári og fyrsta æfing ársins 2013 verður haldin í húsnæði Tónlistarskólans á Akranesi, Dalbraut 1 þriðjudaginn 15. janúar 2013 kl. 20:00. Auglýsum hér með eftir fleiri röddum í kórinn og hvetjum þig ef þig langar að koma eða þekkir einhverja sem langar að prófa að mæta á morgun. Einnig eru gamlir kórfélagar hvattir til að vera með.  Við tökum vel á móti þér.

Hittumst hressarsmiley

 

07.11.2012 21:38

Nótur ofl.

Sælar

Nú er að færast líf á síðuna okkar að nýju eftir hlé, við komum til með að setja inn nýjar nótur næstu daga, erum byrjaðar að æfa jólalögin og er það alltaf jafn skemmtilegt smiley.

Uppfærum líka félagatalið okkar, einhverjar breytingar hafa orðið á félögum í kórnum.

Þann 25. október sl. vorum við með tónleikana Söngur og sætabrauð í Garðakaffi í tilefni menningar- og listahátíðarinnar Vökudaga, og við sungum einnig 27. október í Akranesvita báðir tónleikarnir tókust vel.

Næst á dagskrá hjá okkur eru jólatónleikar sem verða haldnir sunnudaginn 16. desember n.k. takið endilega daginn frá smiley nánar auglýst síðar hér á síðunni.

Með jóla söngkveðju

12.02.2011 11:34

Nótur komnar inn á skráarsvæði

Sælar!
Nú er komin ný mappa á skráarsvæðið sem heitir 2011. Þar eru núna komin öll lögin sem eru á lagalistanum fyrir vorönnina.
Söngkveðja :o)

10.01.2011 21:32

Fyrsta æfing ársins!

Fyrsta æfing ársins verður annað kvöld, þriðjudaginn 11. janúar kl. 20:00.
Sjáumst þá!

07.12.2010 15:54

Vel heppnaðir jólatónleikar Yms


Kvennakórinn Ymur er meðal fjölmargra sem lagt hafa Mæðrastyrksnefnd Vesturlands lið að undanförnu. Kórinn hélt jólatónleika í Tónbergi sl. föstudag fyrir nær fullu húsi. Var stemningin góð á tónleikunum, en á dagskránni voru jólalög af ýmsum toga sem kórinn söng ýmist með eða án undirleiks. Undirleikarar voru Valgerður Andrésdóttir, Viðar Guðmundsson, Ólafur Pétur Pétursson og Elva Björk Magnúsdóttir. Gestir kórsins tóku svo lagið inn á milli. Gestirnir voru flestir bornir og barnfæddir Akurnesingar og vildi kórinn með því sýna nokkra af því hæfileikafólki í söng sem að Akranes hefur alið af sér. Gestirnir voru Ingibjörg Ólafsdóttir, Laufey Geirsdóttir, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, Rósa Guðrún Sveinsdóttir, Rakel Pálsdóttir, Steinunn Inga Guðmundsdóttir og Einar Örn Finnsson.  Mörg fyrirtæki á Akranesi og nágrenni styrktu kórinn og vilja konurnar í Ym færa þeim innilegar þakkir.

"Með stuðningi þessara fyrirtækja gat kórinn látið allan ágóða af miðasölu renna óskiptan til Mæðrastyrksnefndar og veitti Aníta B Gunnarsdóttir formaður nefndarinnar styrknum viðtöku. Alls söfnuðust 186 þúsund krónur. Umgjörð tónleikanna var hin fallegasta en Sigríður Elliðadóttir kórstjóri og Elínborg Halldórsdóttir sáu um að glæða sviðið jólasvip. Kvennakórinn Ymur óskar öllum Akurnesingum nær og fjær gleðilegra jóla," segir í tilkynningu vegna tónleikanna.

17.11.2010 21:56

Nýjar nótur

Enn hefur skráarsvæðið verið uppfært. Nýjar nótur í þetta sinn eru:
  • Jul Jul, strålende jul
  • Hátíð fer að höndum ein
  • Slá þú hjartans hörpustrengi
  • Yfir fannhvíta jörð (nú báðar síður)
  • Nú eru Jólin (Happy xmas - War is over)

Öllu saman var smellt í möppuna "Jólalög 2010".
Sjáumst svo á laugardagsmorgun kl. 09:30 emoticon

15.11.2010 19:43

Frábært skemmtikvöld að baki


Takk fyrir síðast elsku söngdúfurnar mínar!

Bleika kvöldið tókst frábærlega, þökk sé skemmtilegu skemmtinefndinni sem á innilegustu þakkir skilið fyrir sitt framlag. Skemmtiatriðin voru auðvitað frábær líka og mátti vart á milli sjá hvaða rödd stóð sig best í þeim efnum. Við erum náttúrulega alltaf agalega flottar en bleikur er greinilega okkar gleðilitur :)

(Og fimmund er greinilega okkar sönghæfa bil, því fimmundasöngur hefur hljómað í höfði mínu síðan á föstudag!)

Nokkrar myndir eru nú þegar komnar inn á myndasíðuna, þær ykkar sem voruð að smella af myndum, endilega komið þeim á mig.

Hér er samt ein góð sem tekin var af 1. sópran á góðri stundu:


Sko, hvað þær eru bleikar og sætar :)


Svo að skemmtilegu tækniatriðunum, þá var tæknin aðeins að stríða mér þegar nóturnar fóru inn á skráarsvæðið, en ég er núna búin að laga "Fögur er foldin" og "Jólin alls staðar". Endilega látið vita ef þið sjáið villur þarna inni og ég reyni mitt besta að laga.

Síðan er eitt lag sem þarf að prenta út til viðbótar, það er lag sem Nína gerði texta við í fyrra og heitir "Nú eru jólin". Þetta eru tvær bls. og er í möppunni "Ný lög 2009/2010".

Sjáumst hressar á æfingunni á morgun, munið að hún byrjar kl. 19:30!

10.11.2010 07:23

Nýjar nótur á skráarsvæðið

Sælar söngdívur!

Ný mappa eru nú komin á skráarsvæðið sem ber nafnið "Jólalög 2010".
Ég var að raða í hana þessum lögum sem komin eru:

  • Adeste Fideles - Í ljósanna hásal
  • Fögur er foldin
  • Have yourself a merry little christmas
  • It´s beginning to look a lot like Christmas
  • Í dag er glatt í döprum hjörtum
  • Jólin alls staðar
  • Silver bells
  • Yfir fannhvíta jörð
  • Það aldin út er sprungið

Þetta er stafrófsröð, ekki röðin sem við syngjum lögin í svo ekki raða í möppur eftir þessum lista!
Koma svo, prenta út þær nótur sem vantar og mæta með allt klárt á næstu æfingu.

Muna:

  • Næsta æfing hefst kl. 19:30 (en ekki kl. 20:00)
  • Mæting á skemmtikvöldið á föstudaginn kl. 20:30. Bleikt þema!!

28.10.2010 20:49

Skyggnilýsingarfundur

Kvennakórinn Ymur stendur fyrir skyggnilýsingarfundi með Þórhalli Guðmundssyni miðli í Jónsbúð, Akranesi 1.nóvember 2010 kl. 20:30.

Aðgangseyrir 2000 kr. Enginn posi á staðnum.

Húsið opnar kl. 20:00 og gott að mæta tímanlega til að tryggja sér sæti og einnig þarf að taka fram að lokað verður inn í salinn þegar skyggnilýsingin hefst kl.20:30.

17.04.2010 15:49

Nóturnar sem vantaði komnar inn


Jæja, þá eiga allar nótur að vera inni á skráarsvæðinu nú þegar ég er búin að setja "Megi gæfan þig geyma" og "Sumar er í sveitum" þangað inn.

Lögin eru náttúrulega ekki öll í einni möppu, og þá gildir bara að gramsa (eins og maður gerir í góðri nótnabókabúð)

15.04.2010 16:44

Æfingardagur er á laugardaginn!

Í ljós hefur komið örlítill dagaruglingur emoticon

Æfingadagurinn verður svo sannarlega á laugardaginn eins og upphafleg plön gerðu ráð fyrir, en ekki á sunnudaginn. Mæting s.s.klukkan 11, laugardaginn 17. apríl.
 
Vonandi hafið þið til öryggis tekið barasta alla liðlanga helgina frá vegna svona skemmtilegra tilfærslna. Sjáumst þá  emoticon

14.04.2010 18:00

Æfingadagur - nýr tími

Sælar.

Á æfingu í gær var ákveðið að hafa æfingadaginn frekar á sunnudaginn en laugardaginn. Þannig að mæting er kl. 11 sunnudagsmorguninn 18. apríl á venjulegum stað (nema annað verði tekið fram).

Aðrar breytingar: búið er að taka "Memory" af lagalista. Í staðinn kemur "Heim (ég á það heima sem aldrei gleymist)", "Sumar er í sveitum", og  dásamlega falleg írsk bæn sem við fengum í gær og heitir "Megi gæfan þig geyma".

Heim er á skráarsvæðinu. Nótur að Sumar er í sveitum og Megi gæfan þig geyma verða komnar þangað á morgun.

Sjáumst á sunnudaginn ferskar og söngglaðar emoticon
Flettingar í dag: 234
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 1530
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 262205
Samtals gestir: 36609
Tölur uppfærðar: 15.12.2025 20:37:31
##sidebar_two##