Eldra efni

Nafn:

Kvennakórinn Ymur

Staðsetning:

Akranes

Tenglar

15.11.2010 19:43

Frábært skemmtikvöld að baki


Takk fyrir síðast elsku söngdúfurnar mínar!

Bleika kvöldið tókst frábærlega, þökk sé skemmtilegu skemmtinefndinni sem á innilegustu þakkir skilið fyrir sitt framlag. Skemmtiatriðin voru auðvitað frábær líka og mátti vart á milli sjá hvaða rödd stóð sig best í þeim efnum. Við erum náttúrulega alltaf agalega flottar en bleikur er greinilega okkar gleðilitur :)

(Og fimmund er greinilega okkar sönghæfa bil, því fimmundasöngur hefur hljómað í höfði mínu síðan á föstudag!)

Nokkrar myndir eru nú þegar komnar inn á myndasíðuna, þær ykkar sem voruð að smella af myndum, endilega komið þeim á mig.

Hér er samt ein góð sem tekin var af 1. sópran á góðri stundu:


Sko, hvað þær eru bleikar og sætar :)


Svo að skemmtilegu tækniatriðunum, þá var tæknin aðeins að stríða mér þegar nóturnar fóru inn á skráarsvæðið, en ég er núna búin að laga "Fögur er foldin" og "Jólin alls staðar". Endilega látið vita ef þið sjáið villur þarna inni og ég reyni mitt besta að laga.

Síðan er eitt lag sem þarf að prenta út til viðbótar, það er lag sem Nína gerði texta við í fyrra og heitir "Nú eru jólin". Þetta eru tvær bls. og er í möppunni "Ný lög 2009/2010".

Sjáumst hressar á æfingunni á morgun, munið að hún byrjar kl. 19:30!

Flettingar í dag: 51
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 132
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 180028
Samtals gestir: 30795
Tölur uppfærðar: 5.4.2025 07:33:18
##sidebar_two##