Eldra efni

Nafn:

Kvennakórinn Ymur

Staðsetning:

Akranes

Tenglar

07.04.2010 18:09

Tónleikar og fleiria - vor 2010

Jæja, þá eru línurnar að skýrast fyrir vorið hjá Kvennakórnum Ym.

Þann 1. maí munum við syngja á hátíðardagskrá í Verkalýðssalnum Kirkjubraut 40. Einnig munum við sjá um kaffihlaðborðið þann dag og munum að sjálfsögðu slá upp dýrindis tertuhlaðborði eins og við eigum vanda til. Það er vert að benda á að aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis og um að gera að skella sér í samstöðukaffi hjá stéttarfélögunum þennan hátíðardag og njóta skemmtiatriðanna og kaffimeðlætisins.

Ákveðið hefur verið að halda tónleika með Fjallabræðrum þann 12. maí næstkomandi. Tónleikarnir verða haldnir í Saurbæjarkirkju, Hvalfjarðarströnd. Nánari tímasetning verður auglýst síðar.

Við erum með skemmtilegt prógram þessa önnina, óvenjulega blöndu af amerískum dægurlögum/söngleikjalögum og  hátíðlegri tónlist (sem mun hljóma dýrðlega í Saurbæjarkirkju).

Auðvitað er vonast eftir því að sem flestir taki þátt í þessu með okkur, enda fátt dásamlegra en að hlusta á Yms-konur á tónleikum emoticon
Flettingar í dag: 63
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 298
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 179908
Samtals gestir: 30772
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 09:49:41
##sidebar_two##