Eldra efni

Nafn:

Kvennakórinn Ymur

Staðsetning:

Akranes

Tenglar

23.03.2008 01:32

Æfingadagur og flóamarkaður í apríl!

Jæja kæru söngsystur.

Óskaplega hefur verið dauft yfir þessari síðu undanfarið en það horfir nú allt til betri vegar.

Kökubasarinn sl. miðvikudag gekk vonum framar og við getum verið mjög sáttar við afrakstur þess dags (þótt við náum ekki endilega þangað sem krakkagrislingarnir hennar Nínu hafa hælana!). Þrátt fyrir smávegis páskaliljusamkeppni á svæðinu kláruðust allar tertur upp úr kl. 17:00 og þá var lítið annað að gera í stöðunni en að pakka saman og fara. Við hefðum eflaust getað verið með helmingi fleiri tertur

Framundan er æfingadagur laugardaginn 5. apríl. Búið er að bóka sal og við mætum þangað hýrar á brún og brá með nótur, kræsingar og hverjar þær guðaveigar sem hugur okkar girnist. Hver veit nema Pauline mæti með Karaoke-græjurnar frægu, þannig að þær sem gerðu garðinn frægan á kerlingakvöldinu í fyrra geti rifjað upp taktana sem seint munu líða okkur hinum úr minni. (Ertu ekki komin með neitt með Sálinni Pauline??)

Svo er best að geta þess tímanlega að í lok apríl verður kórinn með bás á Markaðsdeginum á Safnasvæðinu. Þar verður flóamarkaðsstemning til fjáröflunar. Heyrst hefur að sumar kórkonur séu þegar komnar hálfar inn í geymslu hjá sér og reyta þaðan út gamla kjóla, matarstell og skópör í gríð og erg. Við hinar ættum að taka þær okkur til fyrirmyndar .

Gleðilega páska allar saman og sjáumst heilar, súkkulaðiþrútnar og tímanlega á þriðjudaginn
Flettingar í dag: 44
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 67
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 96831
Samtals gestir: 17021
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 11:17:41
##sidebar_two##